Karfan er tóm.
Kvennakvöld Líflands 7. desember
05.12.2023
Hið árlega kvennakvöld Líflands á Lynghálsi verður haldið hátíðlegt fimmtudagskvöldið 7. desember nk. og opnar húsið kl. 19.00
Hið árlega kvennakvöld Líflands á Lynghálsi verður haldið hátíðlegt fimmtudagskvöldið 7. desember næstkomandi og opnar húsið kl. 19.00. Mikið úrval er af spennandi hestavörum og fatnaði í versluninni og því auðvelt mál að finna gjöf í jólapakka hestamannsins.
Hin stórskemmtilega og litríka Eva Ruza verður veislustjóri og dagskráin er að venju glæsileg.
- Gjöf frá Eques fyrir 50 fyrstu viðskiptavini kvöldsins
- Frábær tilboð: 20% af öllu í versluninni, nema 10% af hnökkum og undirburði
- Tískusýning á því allra nýjasta í fatnaði fyrir öll kyn og aldur
- Léttar og hressandi veitingar
- Jólahappdrættið sem slær alltaf í gegn!
- Kynningar frá Eques og Sportís
- Landsmót 2024 verður á staðnum
Starfsfólk Líflands á Lynghálsi er komið í hátíðarskap og hlakkar til að taka á móti hressum konum!
>> Skoða viðburð og skrá sig á Facebook.
Jólahappdrættið á Kvennakvöldinu er fastur og vinsæll liður og úrval vinninga í ár er sérlega glæsilegt. Hér eru nokkur dæmi um vinninga og Lífland þakkar þessum samstarfsaðilum innilega fyrir gjafirnar:
- Áskrift að Stöð 2
- Gjöf frá Bakarameistaranum
- Ostakarfa frá MS
- Gjafabréf í Skylagoon
- Gjafapokar frá Ásbirni Ólafssyni heildverslun
- Gjafapokar frá ÍSAM
- Gjafapokar frá Garra
- Brunch frá Bastard
- Gjafabréf í Lífland
- Gjafabréf frá Tertugallerí
- Konfektkassar frá Nóa Síríus
- Gjafabréf frá Minigarðinum
- Vikupassi á Landsmot Hestamanna
- Gjöf frá Feldi verkstæði
- Mercedes Benz dömu- og herrailmur frá Öskju
- Gjafabréf frá Íslandshótelum
- Gjöf frá Sportís