Fara í efni

Jólastyrkur Líflands 2019

Í dag afhenti Þórir Haraldsson Umhyggju - félagi langveikra barna Jólastyrk Líflands.

Í stað þess að senda út hefðbundin jólakort eins og gert hefur verið undanfarin ár, höfum við stofnað sjóð sem heitir Jólastyrkur Líflands.
Í desember ár hvert er styrk úr þessum sjóði úthlutað til góðs málefnis og mun að þessu sinni fara til
Umhyggju- félags langveikra barna.

Hjá Umhyggju er unnið gott starf í þágu barna sem glíma við langvarandi veikindi og fjölskyldur þeirra. Við vonum að styrkurinn komi sér vel og óskum þeim sem og landsmönnum öllum gleðilegra  jóla.