Fara í efni

Innköllun á Chrisco Tyggerulle med kylling & kyllingelever

Lífland innkallar Chrisco Tyggerulle med kylling & kyllingelever með lotunúmer 01.12.2025 og 15.03.2026 sem var selt í verslunum Líflands.

Lífland innkallar Chrisco Tyggerulle med kylling & kyllingelever með lotunúmer 01.12.2025 og 15.03.2026 sem var selt í verslunum Líflands.

Ástæða innköllunar : 
Eitrunaráhrif hafa komið upp í hundum í Danmörku sem neytt hafa  Chrisco Tyggeruller med kylling. Þessi vara sem virðist hafa valdið eitrunaráhrifum hefur ekki verið í sölu á Íslandi en af öryggisástæðum hefur verið ákveðið að innkalla þær vörur sem koma frá viðkomandi undirbirgja Chrisco og samstarfi við hann slitið. Sjá nánari upplýsingar á vef Chrisco https://www.chrisco.dk/ 
 
Innkölluð varaEin vara sem seld hefur verið á Íslandi fellur í þennan innköllunarflokk og það er eftirfarandi vara: 
 
  • Vörumerki: Chrisco
  • Vöruheiti: Chrisco Tyggerulle med kylling & kyllingelever
  • Best fyrir: 01.12.2025 og 15.03.2026
  • Nettómagn: 95 g
  • Geymsluskilyrði: Þurrvara
  • Framleiðandi: Chrisco
  • Framleiðsluland: Kína 
  • Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Lífland, Brúarvogur 1-3 104 Reykjavík
Lífland hvetur þá viðskiptavini sem eiga umrædda vöru að skila henni í næstu verslun og fá henni skipt eða endurgreitt.