Fara í efni

Hvanneyringar á Grundartanga

Síðastliðinn föstudag fengum við góða gesti frá Landbúnaðarháskólanum í fóðurverksmiðju okkar á Grundartanga.

Síðastliðinn föstudag fengum við góða gesti í fóðurverksmiðju okkar á Grundartanga. Á ferðinni var 60 manna hópur nemenda frá Landbúnaðarháskóla Íslands og var heimsóknin upphaf af árlegri búfjárræktarferð sem er skipulögð og haldin af nemendum sjálfum. Hópurinn skoðaði verskmiðjuna og fræddist um framleiðsluferli hennar, fyrirtækið sjálft og nýjar áherslur í fóðrun og fóðuráætlanagerð. Það var starfsmönnum Líflands sönn ánægja að taka á móti þessum flotta hópi af nemendum.