Fara í efni

Heildarlausn í nautaeldi frá Líflandi

Bolabætir
Bolabætir
Nú á haustmánuðum bættist við ný kjarnfóðurtegund í fóðurúrvalið hjá Líflandi sem nefnist Bolabætir. Lífland bíður nú upp á heildarlausn í fóðrun nautkálfa á vaxtartíma þeirra.

Nú á haustmánuðum bættist við ný kjarnfóðurtegund í fóðurúrvalið hjá Líflandi sem nefnist Bolabætir.

Lífland bíður nú upp á heildarlausn í fóðrun nautkálfa á vaxtartíma þeirra.

Bolabætir er kjarnfóður til að gefa nautkálfum síðustu vikurnar fyrir slátrun.  Bolabætir stuðlar að þyngdaraukningu nautkálfa á síðasta vaxtarskeiðinu.  Bolabætir inniheldur m.a. 52% maís og er því mjög sterkju- og orkuríkur en hátt hlutfall maís stuðlar m.a. að betri fitusprengingu í kjöti.

Þær fóðurtegundir sem Lífland bíður uppá sem hluta af heildarlausn í nautkálfaeldi eru eftirfarandi

Kálfamúslí

Kálfamúslí kemur kálfum fyrr til að éta kjarnfóður og hentar fyrstu 3 vikurnar þar til kálfar hafa náð góðum tökum á áti.

Alikálfakögglar

Alikálfakögglar eru próteinríkir og lystugir kögglar fyrir ungkálfa frá burði að 3ja mánaða aldri..

Kálfaþróttur

Kálfaþróttur er kjarnfóður sem hentar naut- og kvígukálfum frá 3ja mánaða aldri til vöðvauppbyggingar og þyngdaraukningar.

Allar fóðurtegundirnar er hægt að fá í 25kg. Sekkjum, 800kg. Stórsekkjum og í lausu fóðri.