Fara í efni

Haustferð til Hollands með Líflandi

Dagana 27. - 31. október verður haldið til Hollands. Ferðin er einkum hugsuð fyrir kúabændur og þá sem vilja fræðast um það nýjasta í hollenskum kúabúskap.

HAUSTFERÐ TIL HOLLANDS

Lífland efnir til hópferðar til Hollands dagana 27. – 31. október.
Ferðin er einkum hugsuð fyrir kúabændur sem vilja fræðast um það nýjasta í hollenskum kúabúskap.

Eftirtaldir staðir verða heimsóttir:

  • Fagsýning fyrir bændur, haldin í Hardenberg í Hollandi.  Sýnendur eru margir helstu framleiðendur tækja og búnaðar fyrir kúabændur.      
  • Rannsóknarbú sem Trouw Nutrition rekur í Kempenshof, en þar eru mjólkaðar 100 kýr.
  • Tvö nýleg og fullkomin kúabú.  Annað er með mjaltaþjóni og hitt með hringekju.

Dvalið verður á NH hótelinu, nærri lestarstöðinni í Utrecht.  Hótelið, sem er fjögurra stjörnu, er í göngufæri við miðbæinn í Utrecht, en hann er þekktur fyrir aðlaðandi umhverfi, meðal annars gamlar byggingar og sýki auk fjölda veitingahúsa og verslana.

Verð kr. 115.000 á mann, miðað við gistingu í tveggja manna herbergjum.  Aukakostnaður er kr. 30.000 miðað við einn í herbergi.

Eftirfarandi er innifalið:

Flug með Icelandair til og frá Amsterdam.
Gisting á hóteli í Utrecht í fjórar nætur með morgunverði.
Allar ferðir innan Hollands.
Þrír kvöldverðir.

Fararstjóri verður Jón Þorsteinn Gunnarsson.
Tilkynna þarf þátttöku fyrir 24. júní á netfangið jonth@lifland.is eða í síma 897-7468.
Fjöldi þátttakenda er áætlaður að hámarki 35 manns.
Allar frekari upplýsingar veita söluráðgjafar Líflands.