Fara í efni
Vörunúmer: 90345

Vor olíunepja SYNTHIA

Nýtt snemmþroska yrki frá Finnlandi sem tekur eldri yrkjum fram í uppskerumagni og stöngulstyrk. Tveimur dögum fyrr til þroska en Cordelia. 

Vara er ekki til sölu

Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun. Vinsamlegast hafið samband við sölumann í síma 540-1100 eða með tölvupósti á lifland@lifland.is

Synthia er óreynt yrki hérlendis en lofandi m.v. finnskar samanburðartilraunir þar sem hún reynist aðeins fyrr til þroska en gamalreynt yrki hérlendis, Cordelia, auk þess sem hún skilar meiri uppskeru. Synthia er sumareinær og snemmþroska miðað við önnur nepju- og repjuyrki.

Afurðir repju og nepju eru fræ sem pressuð eru vegna hás olíuinnihalds. Hratið sem eftir verður er próteinríkt og hentar vel í fóður fyrir búpening. 

Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is