Karfan er tóm.
Ertur Matilda
Nýlegt finnskt ertuyrki. Hentar vel til fóðurs og manneldis. Uppskerumikið.

Nafn | Ertur Matilda 20 kg |
---|---|
Verð | Verðm/vsk 4.613 kr. |
Birgðir | 0 |
Magn |
20 kg
|

Nafn | Ertur Matilda 600 kg |
---|---|
Verð | Verðm/vsk 138.384 kr. |
Birgðir | 0 |
Magn |
600 kg
|
Vara er ekki til sölu
Nýlegt finnskt ertuyrki. Hentar vel til fóðurs og manneldis. Uppskerumikið. Fullþroskuð myndar Matilda baunir (ertur) sem henta bæði til manneldis og fóðurs. Matilda þarf lítillega lengri vaxtartíma en Ingrid.
Ertur er einærar og hentugar sem grænfóður, einkum í heilsæðisræktun með höfrum, byggi eða hveiti. Ertur eru góðar fóðurjurtir, prótein- og steinefnaríkar. Ertur, líkt og smárar, binda nitur/köfnunarefni úr andrúmslofti. Smita þarf fræið með þar til gerðu bakteríusmiti til að tryggja að plönturnar nái í niturbindandi Rhizobium bakteríur.
Þúsundkornaþungi ertna er mjög breytilegur en æskilegt að stefna að 50-70 ertuplöntum á m2 samhliða því að sá 75-100 kg byggs eða 50-75 kg sumarhafra með.
Nauðsynlegt er að meðhöndla fræið með bakteríusmiti áður en því er sáð.
Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is