Velferð útigangs

Nú þegar hausta tekur og göngum lýkur fá flest reiðhross sinn frítíma fram undir áramót eins og siður er á Íslandi. Mikilvægt er að búa hrossum sem best í haginn þennan tíma þar sem veður eru oft rysjótt og fóðurgildi hagans fellur hratt. Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga varðandi velferð útigangs.

  • Mikilvægt er að draga undan hrossum sem sleppt er á útigang og snyrta hófa. 
  • Hafa skal í huga að útigangshross hafi alltaf aðgang að skjóli og vatni.
  • Æskilegt er að hrossin hafi líka aðgang að saltsteini og bætiefnafötum því næringargildi hausthaganna er oft rýrt.
  • Til að hrossum líði sem best á útigangi þurfa þau að hafa gott fitulag, feldur þarf að vera í góðu ásigkomulagi og hófar vel hirtir. Feldur hrossanna okkar er náttúruleg vörn gegn veðrum, hann er vatnsheldur og leiðir vatnið af skrokknum til að hrossin blotni ekki inn að skinni. Hestur sem fer rýr inn í haustið á erfitt með að halda holdum. Fylgjast þarf vel með þessum hrossum því þau geta lagt hratt af og þá er voðinn vís.
  • Gott er að ganga reglulega milli hrossanna og renna hendi eftir baki og lend á þeim í leit að holdhnjúskum. Ef hnjúskar gera vart við sig skal fylgjast sérstaklega vel með þeim hrossum því hnjúskarnir klessa hárin saman og í framhaldinu hættir feldurinn að veita þá náttúrulegu vörn gegn veðrum sem honum er ætlað. Fer þá óeðlilega mikil orka í að halda hita á líkamanum og hesturinn leggur hratt af. Ef mikilla holdhnjúska verður vart verður ekki hjá því komist að taka hestinn inn og veita viðeigandi meðferð.
  • Varast skal að þungbeita hausthaga þar sem meira smitálag verður af völdum orma, hrossin þurfa að verja sífellt meiri tíma til beitar og of mikið beitarálag kemur niður á sprettu komandi ára. 

Heilbrigðum hestum líður almennt afar vel á útigangi þrátt fyrir rysjótt veður og það er okkar að sjá til þess að þau eigi ánægjulega haust- og vetrardaga með góðum undirbúningi og reglulegu eftirliti dýranna okkar.

>> Þú færð allt fyrir útiganginn í Líflandi


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana