Lið Líflands sigraði í Þolreið LH 2022

Þolreiðarkeppni LH, Survive Iceland 2022, lauk í gær sunnudag á Rjúpnavöllum. 
Úrslit fóru þannig að lið Líflands með Hermann Árnason í hnakknum bar sigur úr býtum með heildartímann 14 klst. og 11 mín. Í öðru sæti varð lið H. Hestaferða með tímann 14 klst. og 26 mín., knapi Emelie Sellberg og í þriðja sæti varð lið Eldhesta með tímann 14 klst. og 47 mín. með knapann Sigurjón Bjarnason. 

Að lokinni keppni fór svo fram dýralæknaskoðun að vanda ásamt álagsskoðun MAST.

Þessi fyrsta opinbera þolreiðarkeppni þótti takast vel og gaf mótshöldurum dýrmæta reynslu til að þróa og bæta keppnisreglurnar enn frekar.

Við óskum Hermanni innilega til hamingju með sigurinn og við hjá Líflandi vonum að þessi keppni sýni fram á mikilvægi þess að fólk og hestar fari vel undirbúið af stað í hestaferðir um landið. Ekki er nóg að hafa réttan klæðnað og reiðtygi, heldur þarf einnig að tryggja undirbúning hestsins m.t.t. holdafars. Lífland leggur einnig veigamikla áherslu á að huga vel að fóðri og nauðsynlegum bætiefnum í ferðinni, þar sem ferðahestar hafa aukna þörf fyrir salt, steinefni og prótín eftir erfiðan ferðadag.

Á vef Horses of Iceland má sjá myndir frá keppninni


 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana