Hreindýrin í Húsdýragarðinum fá aðventuglaðning

Hreindýrin í Húsdýragarðinum fá aðventuglaðning

 
Hreindýrin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík fengu á dögunum aðventuglaðning alla leið frá Finnlandi en eins og þekkt er eru Finnar, eða öllu heldir finnskir Samar, sennilega fremstir meðal jafningja í hreindýrabúskap í veröldinni.
Lífland leggur dýrum garðsins til kjarngóðan fóðurbæti og tilheyrandi bætiefni en Lífland flytur nú sérstaklega inn finnskt kjarnfóður og bætiefnastampa fyrir hreindýr, sem ætlað er að styðja við heilbrigði hreindýranna sem þurfa nokkuð sérhæft fóður.
 
Það er von okkar hjá Líflandi að finnska fóðrið mælist vel fyrir og að hreindýrin dafni vel í vetur og þó sérstaklega í aðdraganda jóla. Á myndunum má sjá tarfinn Tind og hreinkýrnar Regínu og Hallveigu gæða sér á nýja kjarnfóðrinu frá Finnlandi. Eins og sjá má á myndunum var Tindur nýlega búinn að fella hornin eftir fengitíðina. 
 
Hreindyr5Hreindýr 3
Hreindýr 2

Hreindýr1

 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana