Fara í efni

Rider cup

Rider cup styrktar golfmót hestamanna er nú haldið annað árið í röð en aðstandendur mótsins eru Fengur ehf. og Hrossarækt.is.

Rider cup góðgerðarmót hestamanna er nú haldið annað árið í röð en aðstandendur mótsins eru Fengur ehf. og Hrossarækt.is. Lífland verður með lið á mótinu líkt og í fyrra en leikfyrirkomulag er þannig að þjóðþekktir landsmenn og landslið hestamanna ljá liðum aðstoð sína.

Lífland keppir fyrir FAAS - félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma. 

Lið Líflands skipa:
Hermann Hreiðarsson, fótboltakappi
Viðar Ingólfsson, landsliðsknapi
Ingi Már Aðalsteinsson, Líflandi
Emilía Sjöfn Kristinsdóttir, Líflandi 

Hér má sjá upplýsingar um Rider cup mótið.