Fara í efni

Lækkun á verðlista kjarnfóðurs

Lækkun á verðlista tekur gildi 1. maí
Lækkun á verðlista tekur gildi 1. maí
Lífland hefur gefið út nýjan verðlista á tilbúnu fóðri sem tekur gildi 1. maí nk. Lífland hefur gefið út nýjan verðlista á tilbúnu fóðri sem tekur gildi 1. maí nk.

Lækkun er á öllum fóðurtegundum frá fyrri verðlista og nemur hún að lágmarki 4%. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en mest nemur hún 5%. Ástæða verðbreytinga er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar og styrking íslensku krónunnar. Lífland lækkaði einnig verð 25. mars sl. en fram að því hafði verð haldist óbreytt frá byrjun desembermánaðar. 

Verðlista kjarnfóðurs má sjá hér. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Sæberg Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Líflands, í síma 540-1100.