Fara í efni
Vörunúmer: MLFP8080

Mervue Co-Lix 80 ml

Verðm/vsk
2.990 kr.

Co-Lix er fóðurbætiefni á þykknisformi, sem styður við meltingu hesta með krampamyndandi hrossasótt. Gott að eiga sem fyrsta viðbragð áður en hesturinn kemst undir hendur dýralæknis.

Verðm/vsk
2.990 kr.

Dregur úr óþægindum vegna fyrstu einkenna hrossasóttar. Kemur jafnvægi á meltingu þegar hrossasótt eða verkir frá meltingarvegi gera vart við sig. Gagnast einnig til að létta á einkennum vegna ofþornunar, ofhitnunar eða þegar hross eru útsett fyrir mygluðu fóðri.

Lykileiginleikar: 

  • Getur dregið úr einkennum hrossasóttar. 
  • Linar magakrampa. 
  • Veitir stuðning við meltingarveg.
  • Gasmyndun er náttúrulegt ferli, Co-Lix getur dregið úr einkennum hrossasóttar í meltingarvegi.
  • Magnesíumhýdroxíð hlutleysir umframsýru og hjálpar til við að draga úr verkjum og ónotum í maga auk þess að hafa hægðalosandi eiginleika. 
  • Inniheldur grikkjasmára sem inniheldur andoxunarefni og náttúrulega bólguvörn sem dregur úr eiturefnum og hægðatregðu og styður við örflóru meltingarvegarins. 
  • Einfalt og þægilegt í notkun. 

ATH! Undantekningarlaust skal kalla til dýralækni vakni grunur um hrossasótt!

Fóðrunarleiðbeiningar (m.v. 350 kg hest):
Gefið 50ml eða það magn sem mælt er með af dýralækni. Co-Lix má gefa aftur eftir 4 klukkutíma.

Athugið að hesturinn þarf ávallt að hafa aðgang að hreinu drykkjarvatni.

Fjarlægið tappann af sprautunni. Snúið hringnum til að stilla skammtastærð. Stingið stútnum inn í tóman munn hestsins. Beinið stútnum að aftanverðri tungunni og þrýstið á sprautuna þar til hún stoppar á skammtahringnum.

Greiningarþættir: Raki 70%, hráaska 15%, hráolía og fita 0,1%, hráprótein 1,5%, hrátrefjar 0%, natríum 0%
Samsetning: Magnesíumhýdroxíð, gulvandarrót, gerafurðir, grikkjasmári, glýserín, þang.

Aukefni í 1 líter:
Vítamín:
E-vítamín (3a700 a-tókóferól) 3.000mg.
Amínósýrur: þreónín (3c410) 20.000mg.

Magn: 80 ml í túpu.

 

Tengdar vörur

Pavo IntestoFin 100 ml

Verðm/vsk
7.590 kr.