Karfan er tóm.
Hoof Formula er fæðubótarefni sem inniheldur kjörmagn af jurtapróteinum, vítamínum, snefilefnum, amínósýrum, steinefnum, góðgerlum (10 gr/kg) og MSM (5 gr/kg) fyrir alla hesta.
Hoof Formula viðheldur góðu daglegu ástandi hestsins og styður hann í venjubundinni og/eða mikilli hreyfingu. Hoof Formula stuðlar að hámarksárangri keppnishrossins. Mælt er með notkun þess með fóðri sem samanstendur af hvort tveggja heyi og kornmeti. Skammta skal í a.m.k. tvö mál daglega, helst þrjú og jafnvel enn oftar ef þarf.
Hoof Formula inniheldur ríflegt magn bíótíns og A-vítamíns.
Kevin Bacon’s mælir með að láta efmagreina heyið og skammta eftir niðurstöðum úr greiningunni. Varan inniheldur erfðabreytt sojamjöl.
Greiningarþættir: Hráprótein 29,6%, hráaska 14,4%, hrátrefjar 6,8%, kalsíum 3,8%, hráfita 3,3%, kalíum 1,6%, fosfór 0,42%, natríum 0,054%.
Innihald: Sojamjöl, hörfræflögur, ölger (góðgerlar), hveitiflögur, MSM (Metýlsúlfónýlmetan), magnesíumsúlfat mónóhýdrat.
Aukefni (pr. kg):
Tæknileg aukefni: Própíónsýra (E280) 0,4g.
Vítamín: A-vítamín (E672) 1.000.000 AE, bíótín 100 mg.
Þessi vara kemur ekki í staðinn fyrir ráðgjöf og/eða greiningu dýralæknis.
Geymið á svölum og þurrum stað. Lokið ílátinu tafarlaust eftir notkun.
Framleitt í Belgíu, eingöngu fyrir Kevin Bacon’s.