Karfan er tóm.
Gæðakostur 18
Gæðakostur 18 er nýjasta blandan í úrvali Líflands. Gæðakostur er fitu-, orku- og trénisrík kjarnfóðurblanda sem getur haft jákvæð áhrif á fituinnihald í mjólk og nyt.
Vara er ekki til sölu
Gæðakostur 18 - meiri fita í hverjum dropa
Gæðakostur 18 er nýjasta blandan í úrvali Líflands. Gæðakostur er fitu-, orku- og trénisrík kjarnfóðurblanda sem getur haft jákvæð áhrif á fituinnihald í mjólk og nyt. Hún hentar sérstaklega vel með blautu gróffóðri. Blandan inniheldur fiskimjöl sem skilar gæðapróteini og orku inn í fóðrunina en fiskimjölið fer að mestu ómelt í gegnum vömbina og frásogast í mjógirni. Ásamt því inniheldur blandan sykurrófuhrat sem getur haft jákvæð áhrif á vambarjafnvægi og vambargerjun sem skilar hærra hlutfalli af smjörsýru. Síðast en ekki síst inniheldur hún Luctarom en það er bragð- og lyktarefni sem eykur lystugleika fóðursins.
Meira um Gæðakost 18 hér