Karfan er tóm.
Hetja er fræg hryssa og Björg, sem er nýorðin sextán ára, er ánægð að vita af henni í sveitinni undir Eyjafjöllum. Þegar gýs í jöklinum hefst örvæntingarfull leit að Hetju og hinum hrossunum sem finnast hvergi.
Björk Jakobsdóttir hefur skrifað og leikstýrt vinsælum leiksýningum fyrir alla aldurshópa. Á barnsaldri kynntist hún hrossum, og næmi hennar fyrir tilfinningum þeirra og tjáningu gerir sögurnar um Hetju og Eld bæði sterkar og heillandi. Sögurnar endurspeglast fallega í áhrifamiklum myndum Freydísar Kristjánsdóttur.