Fara í efni

Gróft brauð

Gróft brauð

4 dl volgt vatn (37°C)

25 gr ger

25 gr lint smjör eða 2 msk olía

1,5 msk síróp

1 tsk salt

7-8 dl Finax Glútenfrítt Gróft mjölmix (450 gr)

Aðferð;

Leysið gerið upp í vatninu, þegar gerið hefur verið leyst upp bætið þá við smjörinu/olíunni og þar á eftir sírópinu og saltinu og hrærið. Bætið svo síðast við mjölinu og hrærið í hrærivél í minnst 5 mínútur. Hellið deiginu í aflangt form sirka 1,5 lítrar. Látið brauðið hefast undir klút í sirka 30-35 mínútur. Hitið ofninn í 200°C. Bakið neðarlega í ofnunum í sirka 35 mínútur.