Fara í efni

Bændafundir Líflands 2.-5. desember

„Kálfar, kraftmikið vothey og kjarngott fóður“ er yfirskrift bændafunda dagana 2.-5. desember á vegum Líflands. Fundirnir verða í Borgarnesi, á Akureyri, Blönduósi og Hellu. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Lífland boðar til bændafunda dagana 2.-5. desember undir yfirskriftinni „Kálfar, kraftmikið vothey og kjarngott fóður“.
 

Horft verður til undirstöðuatriða mjólkurframleiðslunnar og mun Hans Wansink sérfræðingur frá Trouw Nutrition fjalla um kálfaeldi og það hvernig fóðrun og atlæti hefur áhrif á framleiðni og endingu mjólkurkúa. Með honum í för verður Gerton Huisman sem mörgum er að góðu kunnur. Þvínæst verður fjallað um heyverkun með áherslu á hvernig gott gróffóður og vothey verður til og hvaða hlutverk það leikur í afurðaseminni og munu Luco Zantinge og Martijn Kirghof frá Visscher Holland flytja þetta erindi. Að lokum munu Gabríela María Reginsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir fóðurráðgjafar hjá Líflandi fjalla um niðurstöður heysýna og kjarnfóðurúrval Líflands.

Fundir verða sem hér segir:

Endilega skráið ykkur á viðkomandi viðburð á Facebook en það er ekki skilyrði. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Fundurinn á Hellu verður einnig sendur út í streymi en hægt er að skrá sig á fundinn og fara inn á hann hér.

Vikuna 2.-8. desember verður 20% afsláttur af öllum nautgripa- og kálfabætiefnum og 15% afsláttur af Sprayfo mjólkurdufti.

kálfurDagskrá funda:

Fóðrun ungkálfa á mjólkurskeiði
Hans Wansink, Trouw Nutrition

-Stutt hlé

Fáðu það mesta út úr votheyinu  
Luco Zantinge og Martijn Kirghof, Visscher Holland

Heysýni og kjarnfóður - Hvað á að gefa í vetur?
Ásdís Ólafsdóttir og Gabríela María Reginsdóttir, Líflandi

Fundirnir standa í um 2 klst.

Léttar veitingar í boði.