Fara í efni

Verðbreytingar á kjarnfóðri

Í dag, 1.júní lækka verð á sumum tegundum kjarnfóðurs úr framleiðslu Líflands en nokkrar munu standa í stað eða hækka í verði.

Í dag, 1.júní lækka verð á sumum tegundum kjarnfóðurs úr framleiðslu Líflands en nokkrar tegundir munu standa í stað eða hækka í verði.  Verðbreytingarnar eru breytilegar eftir tegundum en ástæðan er verðþróun á hrávöru. Til að mynda hefur bygg, sykurrófuhrat og sojaolía hækkað í verði á meðan maís og hitameðhöndlað soja hefur lækkað í verði. Útskipti á repjumjöli fyrir sólblómafræmjöl í hrávöru úrvali Líflands, vegna hagstæðri innkaupa, hafa haft jákvæð áhrif á verðmyndun kjarnfóðurtegunda.

Uppfærða verðskrá má finna hér

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Jónsdóttir sölustjóri á landbúnaðarsviði í gudbjorg@lifland.is