Fara í efni

Veffræðsla - Fóðrun unghrossa - Myndband

Hér er hægt að skoða upptöku af veffræðsluerindi Dr. Susanne Braun „Fóðrun unghrossa og tamningatrippa á húsi“ sem haldið var á vegum Líflands í síðustu viku.

Í síðustu viku flutti Dr. Susanne Braun fagdýralæknir fróðlegt veffræðsluerindi undir yfirskriftinni  „Fóðrun unghrossa og tamningatrippa á húsi“. Þar fór Susanne yfir hvar hægt er að gera betur í aðbúnaði og fóðrun yngri hesta, hvaða vandamál og kvillar geta komið upp og skoðaði hvaða fóður- og bætiefnavörur geta gagnast á þessu skeiði.

Erindið er núna orðið aðgengilegt og við hvetjum þá sem misstu af því til að líta á það hér fyrir neðan.

Þetta veffræðsluerindi er liður í röð þriggja erinda sem haldin verða á næstu mánuðum og næstu tvö erindin verða eftirfarandi:

  • Eldri hestar og vandamál í hestum - 23. febrúar
  • Frá gangmáli að tamningu - 12. apríl