Fara í efni

Veffræðsla með Dr. Susanne Braun

Dr. Susanne Braun verður með áhugavert veffræðsluerindi “Veldu rétt fyrir hestinn þinn”, fimmtudaginn 13. janúar kl. 17-19. Skráðu þig hér.

Dr. Susanne Braun opnar Heilsudaga hestsins í Líflandi með áhugaverðu veffræðsluerindi undir yfirskriftinni “Veldu rétt fyrir hestinn þinn”.  Þar mun hún velta upp áskorunum sem upp geta komið í hestafóðrun, kvillum sem hrjá hestana okkar og hvaða fóður- og bætiefnavörur geta gagnast við að tækla þessar áskoranir.

Veffræðsluerindið verður haldið fimmtudaginn 13. janúar kl. 17-19

Susanne Braun er fagdýralæknir hesta og kírópraktor og íslenskum hestamönnum að góðu kunn.  Hún mun miðla af víðtækri þekkingu í máli og myndum auk þess sem opið verður fyrir spurningar sem svarað verður milli efniskafla í erindi hennar.

Veffræðsluerindið er ókeypis og opið öllum en nauðsynlegt er að skrá sig hér fyrir neðan. 3 heppnir gestir hreppa góðan gjafapakka með hestafóðri og bætiefnum!

>> Skráning