Fara í efni

Heysýnataka á vegum Líflands

Lífland hefur um árabil boðið bændum upp á heysýnatöku. Þessi þjónusta hefur mælst mjög vel fyrir og hefur fjöldi bænda nýtt sér þessa leið til að auðvelda ákvarðanatöku varðandi val á kjarnfóðri.
 

Lífland hefur um árabil boðið upp á heysýnatöku og greiningu þeirra, í samstarfi við rannsóknarstofurnar Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri og Eurofins (áður BLGG ) í Hollandi, en niðurstöður heysýna eru grunnurinn að góðri fóðuráætlun. 

Sýnin eru tekin með heysýnabor úr fullverkuðum heyjum og send með skjótum hætti í greiningu. Niðurstöður greiningar berast svo 7-14 dögum eftir að sýnin eru send út, sem tryggir skjóta og góða þjónustu við bændur.

Lífland býður einnig upp á fóðuráætlanagerð og ráðgjöf varðandi val á kjarnfóðri út frá niðurstöðum rannsókna.

Hafðu samband við sérfræðinga okkar í síma 540 1138 eða á lifland@lifland.is og fáðu nánari upplýsingar.

Hlökkum til að heyra frá þér.