Fara í efni
Vörunúmer: 90263

Vetrarrýgresi NANA (4n)

Nana er uppskerumikið, ferlitna (4n) yrki sem gefur mikla uppskeru þurrefnis, skilar góðum endurvexti og er sjúkdómaþolið, einkum fyrir ryðsvepp. 

Vara er ekki til sölu

Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun. Vinsamlegast hafið samband við sölumann í síma 540-1100 eða með tölvupósti á lifland@lifland.is

Nana er uppskerumikið, ferlitna (4n) yrki sem gefur mikla uppskeru þurrefnis, skilar góðum endurvexti og er sjúkdómaþolið, einkum fyrir ryðsvepp. 

Nana gefur uppskeru með hátt sykurinnihald og myndar góðan svörð eftir fyrsta slátt. 

Nana var skráð á EU nytjaplöntulistann 2019 og er í hópi nýlegri vetrarrýgresisyrkja. Yrkið hefur gefið góða raun í sænskum og þýskum samanburði og hefur tekið við af gamalreynda yrkinu Meroa á sænskum markaði. Í þýskum tilraunum hefur það gefið mjög mikla þurrefnisuppskeru og hátt sykurinnihald í samanburði við önnur yrki. 

Vetrarrýgresi skríður seint og heldur fóðrunarvirðinu vel. Vetrarrýgresi nýtir langan vaxtartíma vel og getur gefið góðan endurvöxt. 

Ráðlagt sáðmagn 30-40 kg/ha. 

Vaxtardagar 70-100

Meira um ræktun á einæru rýgresi. 

Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is