Fara í efni
Vörunúmer: 87223

Pavo S.O.S. Kit - neyðarpakki fyrir folöld

Verðm/vsk
32.990 kr.

Pavo S.O.S. neyðarpakkinn er einfaldur í notkun og nauðsynlegur ef folöld geta ekki fengið broddmjólk. Inniheldur þurrkaðan brodd, byrjunarskammt af folaldamjólk og pela ásamt ítarlegum notkunarleiðbeiningum. 

Varan er ekki til í netverslun okkar eins og er en getur verið til í öðrum verslunum eða á miðlager okkar. Frekari upplýsingar fást hjá söluráðgjafa í síma 540-1100.
Verðm/vsk
32.990 kr.

S.O.S. neyðarpakkinn inniheldur:

Pavo Colostrum folaldabrodd (2 x 150 g pokar)

  • Leggur nýfæddu folaldi til lífsnauðsynlega mótefnavaka
  • Nauðsynlegt til að byggja upp viðnám á fyrstu 48 klukkustundunum

Pavo FoalMilk folaldamjólk (1 x 1500 g poki)

  • Sérlöguð að þörfum folalda og líkir eftir kaplamjólk
  • Peli með túttu fylgir (1 stk)

Notið Pavo S.O.S. pakkann strax eftir köstun ef upp koma vandamál með móðurmjólkina (helst innan 3 tíma og ekki seinna en 12 tímum eftir að folaldi er kastað). 

Leitið helst ráðlegginga dýralæknis innan 24 tíma frá því að folaldið kemur í heiminn.

Mælt er með að hita mjólkina í vatnsbaði. Vatnsbaðið minnkar líkur á að mjólkin ysti eða brenni. 

Notið aldrei örbylgjuofn til að hita Pavo broddinn. Mótefnavakarnir í broddinum skemmast og tapa eiginleikum sínum við háan hita. Á hinn bóginn má hita folaldamjólkina í örbylgjuofni en gætið þess að ofhita hana ekki. 

Nánari leiðbeiningar um broddgjöf í folöld. 

Tengdar vörur