Notkun á Vistbót í kjarnfóður skilar aukinni nyt!

Lífland kynnir Vistbót í kjarnfóðri

Bætiefnið Vistbót byggir á náttúrulegum kjarnaolíum sem draga úr starfsemi metanmyndandi örvera og ýtir undir myndun efnasambanda sem stuðla að meiri mjólkurmyndun.

Samantektargrein fjölda ritrýndra rannsókna hefur leitt í ljós að efnið minnkar metanlosun vegna iðragerjunar um 10%. Á sama tíma nýtist hvert kg fóðurs betur, enda má segja að metan sem myndast í meltingarferli jórturdýra sé í raun töpuð orka. Þessi betri nýting fóðurs skilar sér í um 4% aukningu á nyt, þannig hafa bæði bændur og náttúra hag af notkun efnisins.

Þar sem ekki má gefa of mikið magn af Vistbót verður það í boði í kjarnfóðrinu Maískögglum þar sem miðað er við að gripir fá 2 kg á dag ± 1 kg. Maískögglar eru kjarnfóður sem hentar vel í heilfóðurgerð

Hver er ávinningur bónda? Hér er miðað við 60 mjólkandi kýr og afurðastöðvaverð á mjólk innan greiðslumarks

 

Meðalnyt á dag

Fjöldi mjólkandi kúa

Heildardagsnyt

Innkoma/dag m.v. 97 kr/lítra

Mismunur /dag

Mismunur / ári

Án Vistbótar

22

60

1320

128.040

   

Með Vistbót miðað við 4% hærri nyt

22,88

60

1372,8

133.162

5.122

1.869.384

 

Hver er kostnaðaraukinn?

Úsöluverð á Maískögglum með Vistbót myndi myndi hækka um 8,11 kr/kg miðað við hefðbundna Maísköggla.

Fjöldi kúa

Kg Maískögglum / dag

Samtals kg

Kostnaðarauki kr/kg á dag

Samtals á dag kr

60

2

120

8,11

973,2

 

Bóndi á því að fá 5.122 kr fyrir 973 kr sem samsvarar rúmum 4 þúsund krónum á dag eða rúmum 1,5 milljónum ár ári. Arðsemi fjárfestingar er rúmlega fimmföld.

Hafðu samband við söluráðgjafa til að fá nánari útskýringar í síma 540-1138 eða á fodur@lifland.is

  • Efnið færst einni í duftformi í 25 kg pokum.
  • Hafa ber í huga að efnið þarf að nota í 4 vikur til að það skili árangri.
  • Efnið hefur meðal annars fengið vottun frá Carbon Trust stofnuninni.

 

 

Helsta heimild

Belanche, A., Newbold, C.J., Morgavi, D.P., Bach, A., Zweifel. B. & Yáñez-Ruiz. D.R. (2020). A meta-analysis describing the effects of the essential oils blend Agolin Ruminant on performance, rumen fermentation and methane emission in dairy cows. Animals, 10, 620, doi.org/10.3390/ani10040620


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana