Lífland með lið í Þolreið Landssambands Hestamannafélaga 2022

Lífland kynnir með stolti knapa liðsins, Hermann Árnason, sem er hestamaður af guðs náð og með reyndari hestaferðalöngum landsins.

Þolreið er vinsæl og vel þekkt keppnisgrein um allan heim, en hér á landi hefur ekki verið keppt mikið í þeirri grein. Eftir vel heppnað prufumót sumarið 2021, hefur Landssamband Hestamannafélaga (LH) nú riðið á vaðið og efnir til þolkappreiðanna - Survive Iceland - dagana 25.-28. ágúst n.k. Alls taka 6 lið þátt í keppninni. Riðið verður um Landsveit, Rangárvelli og Fjallabak nyrðra.

Með þátttökunni í Þolreið LH 2022 vill Lífland beina athygli hestafólks að mikilvægi þess að menn og hestar fari vel undirbúnir af stað í hestaferðir um landið. Ekki er nóg að hafa réttan klæðnað og reiðtygi, heldur þarf einnig að tryggja undirbúning hestsins m.t.t. holdafars. Lífland leggur einnig veigamikla áherslu á að huga vel að fóðri og nauðsynlegum bætiefnum í ferðinni, þar sem ferðahestar hafa aukna þörf fyrir salt, steinefni og prótín eftir erfiðan ferðadag.

Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér á vef Landssambands hestamannafélaga.
Hægt verður að fylgjast með staðsetningu og gengi Hermanns í þolreiðinni á vef hugbúnaðarfyrirtækisins Samsýn: https://surviveiceland.samsyn.is/


 

Tengt efni
Hvað er gott að taka með í hestaferðina


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana