Flýtilyklar
Hestafóður
PAVO - Nature’s Best
PAVO´s Nature´s Best er bragðgott og trénisríkt múslífóður fyrir hesta.
Of mikið af sykri og sterkju er ekki heilbrigt fyrir hesta sem eru ekki í mikilli þjálfun eða sem eru viðkvæm fyrir hófsperru, til dæmis. Þess vegna hefur Pavo Nature’s Best verið endurnýjað, með minna af korni og bætt hefur verið við vallarfoxgrasi.
Þessi heilbrigða músliblanda inniheldur mjög lítið af sykri (2%), þar af leiðandi minni sterkju (16%) og meira af trefjum.
Vallarfoxgras er nýtt í þessari endurbættu blöndu. Þessi lystuga grastegund hefur lítið innihald frúktasa en mikið prótein og góða trefja. Hitameðhöndlað (þanið), sem eykur meltanleika til muna. Inniheldur ekki hafra.
Að auki inniheldur þessi múslíblanda spelt, alfalfa, sojaflögur og hörfræ fyrir glansandi feld. Enn fremur hafa vítamín, steinefni og snefilefni verið endurbætt í samræmi við nýjustu niðurstöður og byggt á meðaltali næringargilda í núverandi heyjum. Spelt og refasmári örva tyggingu.
PAVO Nature’s Best hentar hrossum sem eru ekki í mikilli þjálfun, hrossum sem eiga það til að vera of feit og hrossum sem hitna mikið við það að fá kraftfóður sem inniheldur hafra.
Fæst í 15 kg pokum.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.