Karfan er tóm.
Equidura hófáburður með lárviðarolíu eykur teygjanleika hófsins og heldur honum heilbrigðum. Equidura smýgur djúpt inn í hófvegginn og herðir hófinn að innan. Þar sem að efnið lokar hófnum ekki andar hann eins og vera ber.
Equidura kemur í veg fyrir að hófurinn þorni um of í þurrkum eða ef mikið er notað af undirburði. Einnig er hófurinn varinn fyrir því að mýkjast of mikið í vætutíð.