Karfan er tóm.
Ærblanda er próteinríkt kjarnfóður sem inniheldur hátt hlutfall fiskimjöls. Ærblanda hentar vel í fengieldi og fyrir mjólkandi ær. Ærblanda inniheldur engin erfðabreytt hráefni.
Lífland býður sérstakar kjarnfóðurblöndur fyrir sauðfé. Ef ær eru ekki nægilega holdugar getur kjarnfóðurgjöf síðustu vikur fyrir fengitíma haft jákvæð áhrif. Þá getur kjarnfóðurgjöf í mánuð fyrir og viku eftir burð haft jákvæð áhrif á nyt lambáa og einnig aukið vaxtarhraða lamba á fyrstu vikum æviskeiðsins.