Lífland á Landsmóti

Landsmót hestamanna hefst á Rangárbökkum Hellu n.k. sunnudag 3. júlí og stendur til sunnudagsins 10. júlí. Mótið er einn stærsti íþróttaviðburður landsins og margir orðnir spenntir að mæta loksins á Landsmót.

Að sjálfsögðu verður Lífland á svæðinu með verslun í markaðstjaldinu. Verslunin opnar á miðvikudag og verður opin miðvikudag og fimmtudag frá 10 - 18 en föstudag og laugardag verður opið frá 10 – 20.

Í boði verður gott úrval af búnaði fyrir bæði hross og knapa, hvort sem er í hestaferðina, á keppnisvöllinn eða hinar almennu útreiðar. 20% afsláttur verður á völdum vörum og mun starfsfólk veita afgreiðslu og ráðleggingar með bros á vör.

Pavo fóðurráðgjöf
Rob KrabbenborgÍ Pavo horninu í verslun Líflands á svæðinu verður Rob Krabbenborg hestafóðurfræðingur frá Pavo dagana 7.-9. júlí. Þar mun Rob veita gestum og gangandi ráðleggingar og ráðgjöf um allt mögulegt sem lýtur að hestafóðrun og fóðurtengdri velferð.

Að auki flytur Rob fræðsluerindi um mismunandi hliðar hestafóðrunar en nánari tímasetning verður kynnt á Landsmóti. Staðsetning fyrirlestranna verður í markaðstjaldinu á sameiginlegum bás Horses of Iceland, RML og Bændasamtakanna. Erindin eru flutt á ensku.

Fimmtudagur 7. júlí - kl. 11:00- Ræktun og uppeldi: Fóðrun ræktunarhesta

Föstudagur 8. júlí- kl. 12:30 – Fóðrun keppnishesta

Laugardagur 9. júlí - kl. 12:00–  Fóðrun reiðhesta: Tíu gullvægar reglur um fóðrun íslenska hestsins

Hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja, starfsfólk Líflands


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana