Fara í efni

Vetrarfagnaður í verslunum Líflands á landsbyggðinni

Bændur athugið! Við viljum endilega hitta ykkur og fagna vetri í verslunum okkar á landsbyggðinni 12. og 13. nóvember. Við byrjum á stuttri kynningu á niðurstöðum heygreininga sumarsins og bætiefnaúrvali okkar fyrir kýr og kindur. Í kjölfarið verður svo boðið uppá tónlistaratriði úr sveitinni og léttar veitingar. Allir bændur fá glaðning frá Líflandi og einhverjir vinna happdrættisvinning.

Dagskrá funda

  • Kynning á niðurstöðum heygreininga
  • Vörukynningar á bætiefnum
  • Tónlistaratriði, happdrætti, léttar veitingar og spjall

 

Miðvikudagur 12. nóvember Lífland Akureyri kl. 20:00 - skoða nánar

Miðvikudagur 12. nóvember Lífland Borgarnesi kl. 20:00 - skoða nánar

Fimmtudagur 13. nóvember Lífland Blönduósi kl. 20:00 - skoða nánar

Fimmtudagur 13. nóvember Lífland Hvolsvelli kl. 20:00 - skoða nánar

 

Hlökkum til að sjá ykkur!