Flýtilyklar
Hestafóður
PAVO SportsFit
PAVO SportsFit er múslífóður með höfrum fyrir kynbóta- og keppnishross.
PAVO SportsFit er múslífóður með höfrum fyrir kynbóta- og keppnishross. Aukið magnesíum í réttum hlutföllum við kalsíum og fosfór stuðlar að heilbrigði vöðva, sina og liða. PAVO SportsFit er kolvetnaríkt en fremur próteinsnautt og er tilvalin viðbót fyrir mikið þjálfuð hross sem fá gott próteinríkt hey. Blandan inniheldur hátt hlutfall af magnesíum, lífrænu seleni og E-vítamíni. Inniheldur fiturík fræ með omega-3 og 6 fitusýrum. Hitameðhöndlað (þanið), sem eykur meltanleika til muna.
Fæst í 15 kg pokum.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.