Karfan er tóm.
Olíujurtir
Lífland hefur stutt við innlendar tilraunir með ræktun olíurepju og olíunepju og hefur verið í fararbroddi með útvegun repju- og nepjufræs um árabil. Lífland hefur boðið upp á gott úrval yrkja fyrir íslenska bændur, bæði vetrar- og voryrki. Úrvalið hefur tekið mið af þeirri reynslu sem aflað hefur verið í innlendum tilraunum en segja má að fullþroskuð uppskera náist árvisst víða um land og allmargir íslenskir bændur hafa náð góðum árangri í ræktun olíujurta.
Afurðir repju og nepju eru fræ sem pressa má til olíuvinnslu. Olían getur bæði nýst til lífdíselframleiðslu sem og beint til mann- eða dýraeldis. Hratið sem fellur til við pressun repjufræsins er gott próteinfóður fyrir búpening.
Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum Líflands í sadvara@lifland.is eða s. 540-1138.