Smákökusamkeppni KORNAX

Smákökusamkeppni Kornax og Góu 2025
Nú er komið að hinni árlegu Smákökusamkeppni Kornax!
Smákökusamkeppni Kornax þekkja orðið flestir og á mörgum heimilum hefur skapast sú hefð að taka þátt í henni á hverju ári í aðdraganda jólanna. Líkt og áður verða vegleg verðlaun veitt fyrir þrjár bestu smákökurnar og að auki fá allir sem senda inn smákökur í keppnina glaðning frá Kornax og Góu.
Smákökusamkeppni Kornax þekkja orðið flestir og á mörgum heimilum hefur skapast sú hefð að taka þátt í henni á hverju ári í aðdraganda jólanna. Líkt og áður verða vegleg verðlaun veitt fyrir þrjár bestu smákökurnar og að auki fá allir sem senda inn smákökur í keppnina glaðning frá Kornax og Góu.
Kökunum skal skilað inn á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3, fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 19. nóvember. Byrjað verður að taka við kökum eftir 10. nóvember.
Keppnistilhögun:
- Allar kökurnar verða að innihalda Kornax hveiti og vöru frá Góu, en það geta verið vörur frá Góu, Lindu og Appolo.
- Dæmt er eftir bragði, áferð, lögun og lit og hvort sýnishorn eru einsleit og vel unnin.
- Miðað er við að kökurnar séu ekki stærri en 5 cm í þvermál.
- Senda þarf um það bil 15 smákökur merktar með dulnefni. Rétt nafn, símanúmer og uppskrift er látið fylgja með i lokuðu umslagi merktu sama dulnefni.
- Allir sem senda inn kökur í keppnina fá glaðning frá Kornax og Góu.
Kökunum þarf að skila inn á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3, fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 19. nóvember.
Veitt eru vegleg verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin frá okkar frábæru samstarfsaðilum

1. Sæti
- KitchenAid hrærivél (Artisan 185 línan) frá Raflandi í lit að eigin vali.
- 50 þúsund króna gjafabréf í matvöruverslun
- Gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel Örk Hveragerði
- Gjafabréf fyrir tvo á veitingastaðinn Apótekið Austurstræti í Afternoon Tea
- Glæsileg gjafakarfa frá Bio Bú
- Glæsileg gjafakarfa frá Góu
- Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
- Kornax hveiti og kökumix í baksturinn
2. Sæti
- 30 þúsund króna gjafabréf í matvöruverslun
- Glæsileg gjafakarfa frá Bio Bú
- Glæsileg gjafakarfa frá Góu
- Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
- Kornax hveiti og kökumix í baksturinn
3. Sæti
- 20 þúsund króna gjafabréf í matvöruverslun
- Glæsileg gjafakarfa frá Bio Bú
- Glæsileg gjafakarfa frá Góu
- Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
- Kornax hveiti og kökumix í baksturinn
Dómarar :
Kolbrún Haraldsdóttir - Góa
Unnar Freyr Jónsson - Kornax/Lífland
Dísa Sigurðardóttir - Rafland
Sveindís Auður og Sóley Sara Rafnsdætur - sigurvegarar keppninnar í fyrra
Lilja Katrín Gunnarsdóttir - dagskrárgerðarkona og eigandi Lilja Katrín bakar - blaka.is
Góða skemmtun!

