Hvolpar

Hvolpafóður

Aukin námsgeta

Að ala upp hvolp er full vinna! Einnig hefur hvolpurinn þinn mikla næringar- og orkuþörf. Heilinn verður fyrir stöðugum breytingum meðan á uppvextinum stendur og þarf að vinna úr miklu magni upplýsinga. Heilinn samanstendur mikið til úr fitu, þar af er mest af Omega 3 fitusýrunni DHA. Þessi fitusýra er mikilvæg fyrir boðskipti milli taugafrumna og er nauðsynleg við myndun heilans. Til að örva námsþroska hvolpsins þíns er DHA bætt í alla Arion Original línuna sem ætluð er hvolpum.

Sterkt ónæmiskerfi

Fyrstu vikurnar í lífi hvolpsins verja mótefni úr móðurmjólkinni hvolpinn fyrir margskonar sjúkdómum. Hinsvegar hætta þeir á spena áður en ónæmiskerfi þeirra er fullmótað. Því eru hvolpar viðkvæmari fyrir sjúkdómum frá 4 -12 vikna aldri.

Til að styrkja ónæmiskerfi hvolpsins þíns hefur Arion Original bætt alla hvolpalínu sína með náttúrulegu andoxunarefni úr sítrus.

Andoxunarefni eru mikilvæg fyrir ónæmiskerfi allra dýra því þau verja frumur líkamans frá skaðlegum áhrifum sindurefna í líkamanum. Sítrus eykur magn andoxunarefna í blóðinu. Þannig verður hvolpurinn þinn heilbrigður!

 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is