Persónuverndarstefna Líflands

Persónuverndarstefna Líflands ehf.

Lífland ehf. er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu Líflands kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Markmið Líflands er að viðskiptavinir, aðrir viðsemjendur og einstaklingar, eins og við á hverju sinni, séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsingar.

Lífland ehf. kt. 501075-0519, Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík, er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu. Hægt er að senda skriflega fyrirspurn til fyrirtækisins um meðferð persónuupplýsinga þeirra einstaklinga sem hagsmuna eiga að gæta á netfangið personuvernd@lifland.is .

Persónuupplýsingar eru persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um hinn skráða, þ.e upplýsingar sem beint eða óbeint er hægt að rekja til einstaklings, samkvæmt skilgreiningu laganna. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki sem persónuupplýsingar.

Lífland ehf. mun haga meðferð á persónuupplýsingum í samræmi við lögin eins og þau eru á hverjum tíma og í samræmi við þá þróun sem verður varðandi túlkun laganna og ákvarðanir opinbers eðlis, t.d. úrskurðum Persónuverndar.

Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga

 Lífland safnar persónuupplýsingum svo hægt sé að veita þá þjónustu sem boðið er upp á. Þær upplýsingar eru :

Starfsumsóknir

Lífland  notar þjónustu ráðningarþjónustu Alfreðs, alfred.is. Þar er beðið um nafn, kennitölu, heimilisfang, póstnúmer, símanúmer, fyrri störf og netfang sem og starfsferilsskrá.

Einnig er hægt að sækja um starf á okkar heimasíðu. Þar er beðið um nafn, kennitölu, heimilisfang, póstnúmer, netfang og símanúmer. Einnig er boðið upp á að hengja starfsferilsskrá við atvinnuumsóknina.

Aðrar umsóknir berast í gegnum tölvupóstinn atvinna@lifland.is

Eftirlitskerfi í bílum

Bílar Líflands eru búnir ökurita sem gefa frá sér staðsetningarmerki. Þessar upplýsingar eru notaðar til að auðvelda stýringu bílaflota og lágmarka akstur. Einnig eru þetta öryggistæki.

Pöntun á vöru eða þjónustu

Til að hægt sé að veita umbeðna vöru eða þjónustu þarf að gefa upp nafn, kennitölu, netfang, símanúmer, heimilisfang og kortanúmer.

Mínar síður

Á mínum síðum má sjá útgefna reikninga, taka út stöðuyfirlit, skrá þjónustubeiðnir eða fyrirspurnir. Til að komast inn á Mínar síður þarf að sækja um notendanafn og lykilorð í tölvupósti eða í síma 540-1100

Póstlisti

Lífland vinnur með tölvupóstfang, sem einstaklingur hefur skráð og samþykkt notkun á fyrirfram, í útsendingum á markpósti til einstaklinga á póstlista Líflands. Viðskiptavinir eru skráðir á póstlista Líflands þar til þeir afskrá sig.

Myndbandsupptökur

Lífland er með rafrænar eftirlitsmyndavélar í vöruhúsi og verslunum og þeir viðskiptavinir sem heimsækja vöruhús eða verslanir Líflands kunna því að vera teknir upp á mynd. Vinnsla á þeim upplýsingum sem safnast með myndavélaeftirliti byggir á lögmætum hagsmunum félagsins, enda fer vinnslan fram í eigna- og öryggisvörsluskyni. Myndefni er geymt eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslu en myndefni er alla jafna eytt eftir 90 daga.

Fyrirspurnir, kvartanir og ábendingar

Hægt er að hafa samband við Lífland í síma, í gegnum heimasíðu, tölvupóst og facebook síður með fyrirspurnir, kvartanir og ábendingar. Þegar það er gert þá safnar Lífland grunnupplýsingum um fyrirspyrjandann til að geta fylgt erindi hans eftir, eftir þörfum hverju sinni.

Vefsvæði Líflands

Þú getur skoðað og notað vefsvæði Líflands án þess að gefa upp nokkrar persónulegar upplýsingar, þar með talið netfangið þitt. Lífland safnar ekki upplýsingum sem vafri þinn sendir frá sér þegar þú nýtir þér þjónustu fyrirtækisins, þ.e gögn sem geta falið í sér upplýsingar eins og IP-töluna þína, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar sem þú heimsækir, tíma og dagsetningu heimsóknar þinnar, þann tíma sem þú varðir á þessum síðum og önnur talnagögn.

Styrkumsóknir

Í tengslum við styrkumsóknir vinnur Lífland með samskiptaupplýsingar, s.s. nafn, netfang og símanúmer sem  og aðrar upplýsingar sem sendar eru í slíkri umsókn. Vinnsla þessi fer fram á grundvelli beiðni einstaklings um að gera samning um styrkveitingu við félagið. Upplýsingar eru geymdar eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslu.

Miðlun persónuupplýsinga

Lífland nýtir aldrei persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar í.

Lífland miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema að fengnu samþykki, í samræmi við ákvæði viðskiptasamninga, á grundvelli lögmætra hagsmuna félagsins eða á grundvelli lagaskyldu.

Lífland áskilur sér rétt til að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki Líflands í þeim tilgangi að veita þjónustu sem beðið hefur verið um.

Allir vinnsluaðilar Líflands hafa undirritað viðeigandi trúnaðaryfirlýsingu og vinnslusamning í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Lífland tryggir þannig vernd persónuupplýsinga í samræmi við lög og reglur um persónuvernd eins og þau eru á hverjum tíma. Þar á meðal með mótun öryggisstefnu um meðferð og öryggi persónuupplýsinga og setningu öryggis- og verklagsreglna eins og krafist er í persónuverndarlögum.

Í þeim tilfellum þegar þriðji aðili (vinnsluaðili) fær aðgang að persónuupplýsingum, tryggir Lífland trúnað og að gögnum sé eytt að vinnslu lokinni. Lífland leigir aldrei eða selur persónuupplýsingar um viðskiptavini.

Öryggi gagna

Lífland leggur áherslu á að tryggja að varðveislu persónuupplýsinga sé háttað á öruggan máta. Lífland tryggir að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir séu gerðar til að tryggja mesta öryggi gagna hverju sinni.

Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra.

Öll samskipti við vefþjóna Líflands eru dulkóðuð yfir á öruggar vefslóðir (HTTPS).

Réttindi þín

Einstaklingur á rétt á og getur óskað eftir að Lífland veiti honum upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem fyrirtækið býr yfir sem og um vinnslu og meðferð upplýsinga um hann. Þá kann einnig að vera að einstaklingur hafi rétt á að fá afrit af upplýsingunum. Við ákveðnar aðstæður getur einstaklingur farið fram á að það við Lífland að það sendi upplýsingar, sem hann sjálfur hefur látið Líflandi í té, beint til þriðja aðila.

Einstaklingur á rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um hann séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað.

Vilji einstaklingur ekki láta eyða upplýsingum sínum, t.d. vegna þess að hann þarf á þeim að halda til að verjast kröfu, en vill samt sem áður að þær séu ekki unnar frekar af hálfu Líflands getur hann óskað eftir því að vinnsla þeirra verði takmörkuð.

Sé vinnsla á persónuupplýsingum einstaklings byggð á lögmætum hagsmunum Líflands á hann einnig rétt á að mótmæla þeirri vinnslu.

Framangreind réttindi einstaklingsins eru þó ekki fortakslaus. Þannig kunna lög að skylda Lífland til að hafna ósk um eyðingu eða aðgang að gögnum. Þá getur Lífland hafnað beiðni hans vegna réttinda fyrirtækisins s.s. á grundvelli hugverkaréttar, eða réttinda annarra aðila, s.s. til friðhelgi einkalífs, telji fyrirtækið þau réttindi vega þyngra. Réttindi einstaklings til að mótmæla vinnslu í markaðssetningar tilgangi er þó fortakslaus.

Einstaklingi verður tilkynnt og gefin skýring ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt  að verða við beiðninni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar. Einstaklingur getur kvartað til Persónuverndar (www.personuvernd.is)  ef Lífland neitar að afhenda honum ákveðnar upplýsingar eða ef einstaklingur er ósáttur við vinnslu Líflands á persónuupplýsingum.

Ef upp koma aðstæður þar sem Lífland getur ekki orðið við beiðni einstaklings mun Lífland leitast við að útskýra hvers vegna beiðninni hefur verið hafnað, þó með tilliti til takmarkana á grundvelli lagaskyldu.

Endurskoðun stefnu

Persónuverndarstefna Líflands er endurskoðuð reglulega og stefna fyrirtækisins er að vera eins skýr og berorð um hvernig fyrirtækið safnar persónuupplýsingum og í hvaða tilgangi upplýsingarnar eru notaðar. Lífland mun tilkynna um allar breytingar með því að birta nýja persónuverndarstefnu á heimasíðu sinni.  Það er því ráðlagt að kynna sér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu Líflands.

Lífland tekur öllum athugasemdum um persónuverndarstefnuna fagnandi og hvetjum alla til að senda okkur fyrirspurn á personuvernd@lifland.is

Þessi persónuverndarstefna var sett þann 04.03.2021

 

 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana