Vinningsuppskriftir 2021

Vinningsuppskriftir í Smákökusamkeppni Kornax 2021

1.sæti

Silvíukökur

Silvíukökur

Höfundur: Þóra Þorgeirsdóttir

Uppskrift:
350 g mjúkt smjör
100 g sykur
200 g  púðursykur
2 egg
200 g KORNAX hveiti
180 g Kornflex
180 g kókosmjöl
1 ½ tsk vanilludropar
½ tsk salt
1 tsk matarsódi
½ tsk kanill
120 g karamellukurl frá Nóa Siríus
100 g smátt skorin trönuber

Aðferð:
Öll hráefni sett saman í hrærivél og unnið vel saman. Rúllið deiginu út í lengjur, skerið í litlar kökur. Setjið á pappírsklædda ofnplötu með gott bil á milli. Bakað í 10-12 mínútur við 180°c (ath. ofnar geta verið mismundandi)

Krem uppskskrift:
250 g mjúkt smjör
250 g flórsykur
2 tsk vanilludropar
4 msk rjómi

Krem aðferð:
Allt hrært saman. Setjið kremið á milli og myndið samloku.

 

2.sæti

 Kókos og karamelludraumur

Kókos karamellu draumur

Höfundur: Andrea Ida Jónsdóttir Köhler

Uppskrift:
220 g smjör (saltlaust, kalt, skorið í litla kubba)
100 g sykur
2 tsk kókos dropar
¼ tsk borðsalt
280 g Kornax hveiti
150 g sætur rifinn kókos
1 egg 

Fylling
100 g pekanhnetur, saxaðar
1 poki töggur frá Nóa
1 dl púðursykur
1 dl sýróp
½ tsk salt
2 msk smjör
2 egg 

Fylling aðferð
Blandið öllu saman í pott og hrærið á meðan allt bráðnar saman og þykkist. Setjið til hliðar og kælið.

Aðferð
Hrærið saman smjör, sykur og salt þar til það hefur blandast vel saman. Bætið kókosdropunum við og hrærið í stutta stund. Blandið hveitinu við og hrærið bara þar til það hefur blandast saman.

Mótið litlar kúlur (15 g hver) og veltið upp úr eggi og rúllið í kókos.

Leggið á plötu og þrýstið fingri á kökurnar til að búa til smá holu. Kælið þær í 10 mínútur í frysti (30 mínútur í kæli). Bakið við 160 gráður í 10 mínútur, takið kökurnar út og notið kúpta teskeið til að móta holurnar aftur. Fyllið með karamellu pekann fyllingunni og bakið í 6 mínútur til viðbótar. Takið kökurnar út og stráið grófu salti yfir. Skreytið með glimmeri eða gyllingu.

 

3. sæti

Jóladraumur

Jóladraumur

Höfundur: Þorsteinn Hængur Jónsson

Innihald:
1 ½ bolli Kornax hveiti
½ msk lyftiduft
½ msk matarsódi
1 góð matskeið kanill
½ tsk salt
170 g mjúkt smjör
120 g sykur
120 g púðursykur
2 egg
1 lok vanilludropar
1 ½ bolli Síríus rjómasúkkulaðidropar
1 ½ bolli haframjöl
1 bolli mjúkt kókosmjöl (sweetened coconut flakes)
1 bolli saxaðar pekanhnetur

Fylling
100 g smjör
200 g púðursykur
150 g mjúkt kókosmjöl
10 ljósar töggur
½ dl rjómi

Fylling aðferð
Sett í pott og soðið saman við vægan hita í 3-4 mínútur eða þar til töggurnar eru bráðnaðar

Aðferð
Hrærið smjörið í eina mínútu, bætið síðan sykrinum saman við og hrærið áfram í 2 mínútur. Næst eru eggin sett í, annað í einu og vanilludroparnir. Þegar þetta hefur blandast vel saman þá bætum við hveiti við og öðrum þurrefnum. Að seinustu fara súkkulaðidroparnir, hafrarnir, kókosmjölið og hneturnar út í.

Búið til kúlur, setjið á bökunarplötu, gerið holu í miðjuna með þumli eða notið korktappa af vínflösku.  Bakið við 180 gráðu hita í 10-13 mínútur. Um leið og kökurnar eru teknar úr ofninum þarf að dælda aftur miðjuna eins og áður. Þegar fyllingin hefur aðeins kólnað, takið sirka teskeið af fyllingu, eða eins og holan leyfir og setjið hana ofan í.  Stráið litlu magni af grófu salti yfir fyllinguna.  Skreytið kökurnar með bræddu súkkulaði ef vill.

 

 

 

 

 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana