Flýtilyklar
Tvíbrotin mél
Hrímnir Þ mél
Hrímnir Þ mélin eru frábær viðbót við þjálfunarbúnaðinn þinn.
- Hjálpar hestum sem eru stífir til hliðanna og auðveldar þeim að skilja taumtakið í beygjum
- Hentar vel til að vinna með ungum og óreyndum hestum
- Langar hliðar styðja vel við munnvik
- Dreifir taumtakinu á stærra svæði og hvetur hestinn til að svara betur beygjuskipun
- Mélið er tvíbrotið, með bita
- Mélið er snúið, svo það passar vel upp í hestinn
- Þykkt: 14 mm
- Lengd hliðarpinna: 16,5cm
- Múffuhringir auka þægindi og stöðugleika
- Endingargott ryðfrítt stál
- Hágæða vinna og einstakt skraut
- EUIPO skráð hönnun
Hrímnir Þ mélin geta hjálpað hestum sem eru stífir til hliðanna eða eiga í erfiðleikum með að skilja beygjuskipanir. Hentar einnig vel til að vinna með unga og óreynda hesta. Þetta mél má nota sem hestvæna leið til dagsdaglegrar þjálfunar allra hesta. Mélið sameinar kosti langra hliðarpinna á múffuhring og tvíbrotins méls með bita.
Hliðarpinnarnir eru 16.5 sentimetra langir. Pinnarnir mynda hliðarstuðning við munn hestsins og kemur í veg fyrir að mélahringirnir dragist inn í munn hestsins. Taumþrýstingurinn dreifist á stærra svæði og getur fengið hestinn til að svara betur beygju- og snúningsskipunum. Tvíbrotin mélin eru sama hönnun og finna má í öðrum Hrímnismélum, sem voru hönnuð með hámarks þægindi hestsins í huga. Mélið er snúið fram um 30°, svo það liggur flatt milli tungu og góms í reið. Bogin lögunin sér til þess að mélið ertir ekki góminn. Hrímnir Þ mélið er gert úr endingargóðu ryðfríu stáli.
Þ mél virka eins og venjuleg hringmél í munni hestins. Þar að auki veita þau tryggt og greinilegt taumsamband. Þ mélið hentar einkar vel ungum hestum eða þeim sem eiga í erfiðleikum með að skilja taumbendingar. Þegar unnið er frá jörðu og í reið svara hestar oft betur víðum og leiðandi taumhreyfingum. Sérstakt skrautið er byggt á fornri víkingahönnun.
Áprentað L stendur fyrir “Left and Low” og skal vera við vinstra munnvik hestsins.
Mélið er 14 mm á þykkt og fæst í stærðum 10.0 cm, 10.5 cm, 11.0 cm og 11.5 cm. Mélið stenst FEIF reglur (vor 2023) og einnig alþjóðlegar reglur og er því leyft í FEIF keppni og kynbótasýningum (aðeins má nota Þ mél með enskum múl).
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.