Breytt bætiefnaúrval fyrir hesta – Hvað á að gefa?

Dr. Susanne Braun, fagdýralæknir hesta, verður með fræðsluerindi um hestabætiefni í verslun Líflands, Lynghálsi þriðjudaginn 16. apríl kl. 16:30-18:00.
 
Á undanförnum árum hefur hestafóðrun og bætiefnafóðrun hesta tekið stakkaskiptum. Eftirspurn eftir sértækum bætiefnum fyrir hesta hefur aukist mikið og hefur Lífland svarað þeirri eftirspurn með auknu framboði. Meðal vörumerkja í bætiefnaúrvali Líflands er Blue Hors, vörulína sem hefur átt góðum vinsældum að fagna. Seint á síðasta ári ákvað eigandi Blue Hors vörumerkisins að leggja það niður. Aðdáendur Blue Hors geta á hinn bóginn fagnað því að margar Blue Hors vörur munu áfram fást en undir nýju vörumerki. Aðrar munu fást í sambærilegri mynd og um leið hefur framboð í einstökum virkniflokkum verið aukið.
 
Susanne Braun mun leiða viðskiptavini í gegnum þetta úrval í erindi sínu og farið verður yfir þær lykilvörur sem á boðstólunum eru.
 

Kastljósinu verður beint að vöruúrvalinu frá eftirtöldum birgjum:

Foran Equine
Foran Equine er írskur fóðurframleiðandi sem m.a. framleiddi öll fljótandi Blue Hors bætiefni, sem munu því halda áfram að fást undir nýjum merkjum.

Mervue Equine
Lífland hefur flutt inn bætiefnavörur frá írska bætiefnaframleiðandanum Mervue Equine um árabil og hafa þær farið vel af stað. Nú hefur Mervue vörum verið fjölgað svo um munar.

Pavo
Pavo þarf vart að kynna íslenskum hesteigendum, en Pavo hefur á síðustu árum þétt verulega í bætiefnaúrvalið sitt.

Hercules hestefoder
Hercules hestefoder er vaxandi bætiefna- og fóðurlína frá Vilofarm í Danmörku og hefur fengið góðar viðtökur bæði hér og erlendis.

Dr. Susanne Braun, fagdýralæknir hesta, er íslenskum hestamönnum að góðu kunn. Susanne hefur starfað sem dýralæknir á Íslandi í hátt í tvo áratugi. Hún er sérfræðingur í hestasjúkdómum og auk þess IVCA kírópraktor og reiðkennari ásamt því að vera alþjóðlegur íþróttadómari.

Verið velkomin í verslun Líflands!


 

Nánar

Viðburðurinn á Facebook

 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana