Nemakeppni Kornax 2023

Úrslitakeppnin í Nemakeppni Kornax fer fram fimmtudag og föstudag 12. og 13. október næstkomandi í Hótel og Matvælaskólanum, bakaradeild Menntaskólans í Kópavogi.

Keppnin er einstakt tækifæri bakaranema til að auka við faglega færni og öðlast dýrmæta reynslu sem mun nýtast vel í verkefnum eins og verklegu lokaprófi og sveinsprófi. Verkefni nemanna er að útbúa glæsilegt veisluborð sem samanstendur af ýmsu brauðmeti, vínarbrauði og skrautstykkjum. Til stiga telst jafnframt uppstilling og borðskreyting.

Verðlaunaafhending fer fram föstudaginn 13. október kl. 17 í Menntaskólanum í Kópavogi (Sunnusal)  og eru allir velkomnir.

Sjá nöfn þeirra nema sem keppa til úrslita. Kornax óskar þeim góðs gengis.

Lovísa Þórey Björgvinsdóttir - Bæjarbakarí
Hugbjört Lind Möller - Sauðárkróksbakarí
Tinna Sædís Ægisdóttir - Gulli Arnars
Jóhanna Helga Ingadóttir - Brikk
Guðbjörg Salvör Skarphéðinsdóttir - Kökulist
Hekla Guðrún Þrastardóttir - Hygge

Úrslitahópur Nemakeppni Kornax 2023


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana