Meistaradeild Líflands og æskunnar

Undirskrift og kynning
Undirskrift og kynning

Kynning á þeim liðum sem taka þátt í Meistaradeild Líflands og æskunnar var haldin í verslun Líflands á Lynghálsi miðvikudaginn 13. desember.

Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldin í annað sinn núna í vetur. Deildin tókst afar vel í fyrra og vakti mikla lukku bæði meðal keppenda og aðstandenda og núna í vetur ætlum við að gera enn betur. Liðin sem taka þátt eru 12 með 4 knöpum hvert þannig að samtals 48 flottir knapar eru skráðir til leiks. Lágmarksaldur knapa er 13 ára á keppnisárinu og hámarksaldur 18 ára á keppnisárinu.

Sú breyting er frá því síðast að allir knapar keppa í hverri keppnisgrein en einungis árangur þriggja efstu í hverju liði telur.

Meistaradeild Líflands og æskunnar er í senn bæði liða- og einstaklingskeppni. Það lið sem safnar flestum stigum í deildinni stendur uppi sem sigurvegari og það sama er með knapa, sá knapi sem hlýtur flest stig vinnur Meistaradeild Líflands og æskunnar.

Keppnisgreinarnar eru fjórgangur, fimmgangur, tölt, slaktaumatölt, fimi og flugskeið í gegnum höllina. Fimi er ný keppnisgrein í deildinni og verður gaman að sjá knapana ungu leika listir sínar á gólfinu.

18. febrúar kl. 14:00 – fjórgangur

4. mars kl. 14:00 – tölt

18. mars kl. 14:00 – fimmgangur

8. apríl kl. 14:00 – slaktaumatölt

18. apríl kl. 17:00 – fimi, flugskeið og lokahóf

Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldin í TM-reiðhöllinni í Fáki og er ókeypis aðgangur. Við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á ungu knöpunum okkar.

Hér má sjá yfirlit yfir þau lið sem taka þátt að þessu sinni.

Lið Josera

Kári Kristinsson 
Þorvaldur Logi Einarsson 
Aron Ernir Ragnarsson 
Sölvi Freyr Freydísarson

Kerckhaert

Védís Huld Sigurðardóttir 
Glódís Rún Sigurðardóttir 
Hákon Dan Ólafsson 
Ylfa Guðrún Svafarsdóttir

 Team Cintamani 

Signý Sól Snorradóttir 
Bergey Gunnarsdóttir 
Hafþór Heiðar Birgisson 
Hulda María Sveinbjörnsdóttir

 Taem Wow air

Kristín Hrönn Pálsdóttir 
Hrund Ásbjörnsdóttir 
Eygló Hildur Ásgeirsdóttir 
Agatha Elín Steinþórsdóttir

Lið H.Hauksson 

Arnar Máni Sigurjónsson 
Kristján Árni 
Kristófer Darri 
Haukur Ingi Hauksson

Leiknir

Kristrún Bender 
Rakel Ösp Gylfadóttir 
Heiður Karlsdóttir 
Selma Leifsdóttir

 Lið Margrétarhofs

Thelma Dögg Tómasdóttir 
Unnur Lilja Gísladóttir 
Sigrún Högna Tómasdóttir 
Gyða Sveinbjörg

 Team Traðarland 

Benedikt Ólafsson
Sigurður Baldur Ríkharðsson
Aron Freyr Pedersen
SveinnSölvi Pederson

 B.S - vélar

Birna Filippía Steinarsdóttir 
Jónas Aron 
Ásdís Agla Brynjólfsd. 
Aníta Björgvinsdóttir

 Liđ Austurkots

Jón Ársæll Bergmann
Sigurður Steingrímsson 
Þórey Þula Helgadóttir 
Elín Þórdís Pálsdóttir

 Lið Mustad

Viktoría Von Ragnarsdóttir 
Jóhanna Lilja Guðjónsdóttir 
Helga Stefánsdóttir 
Agnes Sjöfn Reynisdóttir

 Mosóliðið

 Magnús Guðmundsson
Arndís Ólafsdóttir 
Melkorka Gunnarsdóttir

 

 

 

 


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana