Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum 2024

Lífland og Meistaradeildin í Hestaíþróttum endurnýjuðu nýverið samstarfssamning sín á milli og mun deildin á komandi keppnistímabili heita Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum 2024.

"Lífland hefur verið styrktaraðili Meistaradeildarinnar um árabil og erum við hestamenn lánsamir að eiga jafn sterkan og traustan bakhjarl eins og Lífland. Samstarfssamningurinn við Lífland er ákaflega mikilvægur fyrir Meistaradeildina og hlökkum við til samstarfsins veturinn 2024." - segir Sóley Margeirsdóttir, formaður Meistaradeildarinnar.

DAGSKRÁ 2024 ​

25. janúar - Fjórgangur
8. febrúar - Slaktaumatölt
29. febrúar - Fimmgangur
15. mars - Gæðingalist
30. mars - PP1 og 150m skeið
12. apríl - Tölt og 100 m skeið 

Keppnin fer fram í HorseDay höllinni Ingólfshvoli og skeiðmót á Brávöllum Selfossi

Undirritun styrktarsamnings Meistaradeildar Líflands
Frá undirritun samnings. Á myndinni eru frá vinstri :
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Líflands
​Sigurbjörn Eiríksson, fráfarandi formaður Meistaradeildarinnar
Sóley Margeirsdóttir, formaður Meistaradeildarinnar
Arnar Þórisson, forstjóri Líflands.


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana