Magnaður árangur íslenska liðsins á HM

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lauk í Oirschot þann 13. ágúst s.l. Lífland hefur verið einn helsti bakhjarl íslenska landsliðsins um árabil og stóð þétt við bakið á liðinu í Hollandi.

Árangur liðsins var með eindæmum góður og samtals náði íslenska landsliðið í 16 gullverðlaun og þrjú silfurverðlaun.

Fimm gullverðlaun og ein silfurverðlaun náðust á kynbótabrautinni:

  • Í flokki 5v stóðhesta stóð Höfði frá Bergi efstur, knapi Þorgeir Ólafsson.
  • Í flokki 5v hryssna stóð Ársól frá Sauðanesi efst, knapi Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir.
  • Í flokki 6v stóðhesta stóð Geisli frá Árbæ efstur, knapi Árni Björn Pálsson.
  • Í flokki 6v hryssna stóð Hrönn frá Fákshólum efst, knapi Jakob Svavar Sigurðsson.
  • Í flokki 7v og eldri stóðhesta varð Hersir frá Húsavík í 2. sæti, knapi Teitur Árnason.
  • Í flokki 7v og eldri stóðhesta varð Katla frá Hemlu II efst, knapi Árni Björn Pálsson.

Í íþróttakeppninni hlutu Íslendingar 11 gullverðlaun og 2 silfurverðlaun:

  • Jóhanna Margrét Snorradóttir og Bárður frá Melabergi urðu tvöfaldir heimsmeistarar en þau unnu sigur í tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum fullorðinna. Að auki hlutu þau silfur í fjórgangi.
  • Sara Sigurbjörnsdóttir varð heimsmeistari í fimmgangi á Flóka frá Oddhóli.
  • Elvar Þormarsson varð tvöfaldur heimsmeistari á Fjalladís frá Fornusöndum, í 250m skeiði og gæðingaskeiði.
  • Teitur Árnason náði í silfur í 100m flugskeiði á Drottningu frá Hömrum II.
  • Benedikt Ólafsson á Leiru-Björk frá Naustum III varð heimsmeistari í gæðingaskeiði og samanlögðum fimmgangsgreinum í ungmennaflokki.
  • Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir náði í silfur í 100m flugskeiði ungmenna á Ylfu frá Miðengi.
  • Jón Ársæll Bergmann varð tvöfaldur heimsmeistara á Frá frá Sandhól, í fjórgangi og samanlögðum fjórgansgreinum ungmenna.
  • Herdís Björg Jóhannsdóttir varð heimsmeistari í tölti ungmenna á Kvarða frá Pulu.

Það var mál manna að stemningin í stúkunum hafi verið einstök og Íslendingar áberandi í áhorfendahópnum að vanda. Íslenska landsliðið stóð heldur betur undir væntingum og samheldni og góður liðsandi einkenndi hópinn og ljóst að vel var haldið utan um liðið af liðsstjórum og þjálfurum sem og öðru fylgdarliði hópsins.

Til hamingju Ísland með frábæran árangur!


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana