Nýtt íblöndunarefni frá Lallemand á markaðinn

Nýtt íblöndunarefni frá Lallemand á markaðinn

Nú er heyskapur að fara í gang og því að mörgu að huga.
Eitt af því er varðveisla heyfengsins yfir vetrartímann.

Á hverju ári fer mikil vinna í heyskapinn og því mikilvægt að uppskeran heppnist vel og að heyið sé næringarríkt og kjarngott, enda er það undirstaða góðs árangurs í framleiðslu, bæði hvað varðar bætt nyt og meiri gæði afurða.

Til þess að tryggja heygæði eru ýmis ráð, en eitt sterkasta vopnið gegn myglu og gersveppamyndun í vothey eru íblöndunarefnin.

Fyrirtækið Lallemand í Kanada hefur framleitt íblöndunarefni í fremstu röð um árabil og er nú að setja á markaðinn nýtt íblöndunarefni fyrir vothey sem ber heitið MAGNIVA Platinum 2.

MAGNIVA Platinum 2 markar ný viðmið þegar kemur að gerjun og loftfirrtum stöðugleika í orkuríku votheyi, þar sem hinn einstæði, einkaleyfisskyldi bakteríustofn, Lactobacillus hilgardii CNCM I-4785, er hagnýttur.
Í sameiningu við bakteríustofninn L. Buchneri NCIMP 40788, flýtir efnið verulega verkun sem er einkar gagnlegt þegar þörf er á að gefa af nýrri uppskeru fljótlega eftir slátt og til að tryggja stöðugleika og lágmarka skemmdir fóðurs á fóðurgangi.

Helstu kostir MP2 eru eftirfarandi:
• Lægra sýrustig
• Minna þurrefnistap vegna skemmda og hitnunar
• Minni gersveppamyndun og mygla
• Bætt fóðurnýtin

Efnið er væntanlegt til landsins fljótlega í næstu viku og ættu viðskiptavinir að geta nálgast það í öllum verslunum Líflands en einnig er hægt að fá nánari upplýsingar um það hjá söluráðgjöfum okkar í síma 540-1100 eða á fodur@lifland.is.

Annars óskum við ykkur góðs gengis í heyskapnum og minnum á að við erum við símann og erum alltaf til í að heyra í ykkur hljóðið ef þörf er á ráðgjöf eða öðrum upplýsingum varðandi vörurnar okkar.


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana