Áburður

Lífland mun líkt og síðustu tvö ár bjóða upp á áburð frá Grassland Agro á Írlandi. Í ár verða einar 16 vörutegundir á boðstólunum og er úrvalið nokkuð breytt frá fyrra ári, en sjö nýjar vörutegundir er að finna í vöruúrvalinu. Af þessum 16 vörum eru 4 einkorna og 12 fjölkorna. Áburðurinn verður fáanlegur í 600 kg stórsekkjum. Áburðinum verður skipað upp á Grundartanga og Akureyri líkt og í fyrra.

Meðal nýjunga er kornað kalk ásamt DAP áburði, þ.e. tvígildum NP áburði með 46% fosfórinnihaldi. Þess utan fjölgar selenbættum vörutegundum nokkuð. Áburðarúrvalið er allt að finna á Jörð.is, þannig að hægt er að velja vörurnar inn í áburðaráætlun. Er það von okkar hjá Líflandi að með auknu úrvali sé hægt að koma enn betur til móts við þarfir viðskiptavina. Við hvetjum bændur til þess að hafa samband og leita tilboða í sín áburðarkaup.

Bændur eru hvattir til þess að tryggja sér vöruna tímanlega.

Eins og áður segir er áburðurinn framleiddur af Grassland Agro á Írlandi. Grassland Agro hefur þjónað írska áburðarmarkaðnum í tugi ára með góðum árangri. 

Þessa dagana vinnur sölufólk Líflands að tilboðsgerð fyrir bændur. Hægt er að óska eftir tilboði eða nánari upplýsingum í tölvupósti á aburdur@lifland.is eða í síma 540-1138.

Smelltu verðskrána hér niðri til að skoða hana stærri

 Hér má einnig nálgast PDF skrá af verðskránni

Áburður verðlisti 2018

 

 

 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Óseyri 1  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Borgarbraut 55 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is