31.12.2025
Nú um áramót hækkar verð á kjarnfóðri úr framleiðslu Líflands um 2%. Verðhækkunin er tilkomin vegna breytinga á fjölmörgum kostnaðarliðum í rekstrarumhverfi félagsins um áramótin. Hækkunin gildir frá 1. janúar.
12.12.2025
Opnunartímar verslana Líflands yfir jólin og áramótin verða eftirfarandi
05.12.2025
Lífland hefur nú birt áburðarverðskrá fyrir vorið 2026! LÍF áburður hefur verið fáanlegur á íslenskum markaði í rúman áratug og fest sig í sessi sem traustur og hagkvæmur valkostur fyrir íslenska bændur. Í samstarfi við Glasson Fertilizers í Bretlandi bjóðum við upp á gott úrval fjölkorna áburðar sem hentar fyrir íslenskar aðstæður. Við þökkum sívaxandi hópi bænda traustið og leggjum metnað í að standa undir því á hverju ári.
03.12.2025
Aðventukvöld Líflands eru haldin í verslunum Líflands á landsbyggðinni í byrjun desember. Góð jólastemming og afslættir. Hlökkum til að sjá sem flesta.
02.12.2025
Hið árlega Kvennakvöld Líflands verður haldið hátíðlegt fimmtudagskvöldið 4. desember næstkomandi í nýrri og glæsilegri verslun Líflands á Korputorgi. Húsið kl. 18:00. 20% afsláttur. Mikið úrval er af spennandi hestavörum og fatnaði í versluninni og því auðvelt mál að finna gjöf í jólapakka hestamannsins.
27.11.2025
Dagana 27. nóvember til 1. desember verða svört tilboð í öllum verslunum Líflands og vefverslun. 20-40% afsláttur af völdum vörum.
24.11.2025
Miðvikudaginn 26. nóvember verður 20% afsláttur af öllum vörum í nýrri verslun Líflands á Korputorgi, nema af undirburði og hnökkum. Kíktu til okkar og skoða
21.11.2025
Föstudaginn 21. nóvember opnaði Lífland nýja og glæsilega verslun í Reykjavík á Korputorgi. Hlökkum til að taka á móti ykkur á nýjum stað.
14.11.2025
Lífland flytur nú verslun sína frá Lynghálsi í Reykjavík yfir í nýtt og glæsilegt húsnæði á Korputorgi. Nýja verslunin opnar föstudaginn 21. nóvember.
13.11.2025
Nú fá viðskiptavinir VÍS 20% afslátt af Hit-Air öryggisvestunum í verslunum Líflands með því að framvísa afsláttarkóða í VÍS appinu.