Fara í efni

Bændafundir Líflands 2014

Frá Bændafundum 2013
Frá Bændafundum 2013
Lífland hefur um árabil verið í fararbroddi við að halda fræðslufundi fyrir íslenska kúabændur. Í ár munu fundirnir verða haldnir á átta stöðum á landinu dagana 24. – 28. nóvember.

Lífland hefur um árabil verið í fararbroddi við að halda fræðslufundi fyrir íslenska kúabændur. Í ár munu fundirnir verða haldnir á átta stöðum á landinu dagana 24. – 28. nóvember.

Aðalfyrirlestur fundanna ber heitið „Hvernig auka má fitu í mjólk á markvissan hátt“.  

Á dagskrá fundanna verður að vanda samantekt á niðurstöðum heysýnagreininga og samanburður við fyrri ár. Þá verður hollenska fóðuráætlunarkerfið NutriOpt kynnt, en ráðgjafar Líflands geta nú útbúið fóðuráætlanir fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.  

Fyrirlesarar verða Gerton Huisman, sérfræðingur hjá Trouw Nutrition í Hollandi, auk ráðgjafa Líflands. Hluti fyrirlestranna mun fara fram á ensku, en verður þýddur jafnóðum á íslensku. Boðið verður upp á veitingar og eru allir velkomnir. 

Fundirnir fara fram á eftirtöldum stöðum:

Mánudagur 24. nóvember

11:30 Hótel Flúðir
20:30 Hótel Hvolsvöllur

Þriðjudagur 25. nóvember

20:30 Hótel Höfn Hornafirði             

Miðvikudagur 26. nóvember

11:30 Hótel Hérað Egilsstöðum
20:30 Hótel KEA Akureyri

Fimmtudagur 27. nóvember

11:30 Hótel Varmahlíð
20:30 Harmonikkusalurinn Blönduósi

Föstudagur 28. nóvember

11:30 Hótel Hamar Borgarfirði