Flýtilyklar
Back on Track hestar
BoT Supreme flísábreiða m/hálsi 125cm
Back on Track Supreme flísábreiða með hálsi, 125cm
Back on Track® Supreme flísábreiðan er fóðruð með hinu einstaka Welltex(TM) efni sem er polypropylene efni með íofnum keramikögnum og ytra byrði ábreiðunnar er polyester. Ábreiðan er sér styrkt í kring um hálsinn og hefur mjúkt flísefni í kring um herðar, til að koma í veg fyrir nuddsár. Til að koma í veg fyrir að hún teygist um of er styrking saumuð eftir bakinu endilöngu. I ofanálag er ábreiðan með tvöfalda festingu á brjósti og tvær ólar undir kvið. Taglhlíf er á ábreiðunni, með streng undir taglið.
Þessa ábreiðu er tilvalið að nota á hest á meðan hann kólnar niður eftir átök eða sem létta ferðaábreiðu. Einnig hentar hún vel til að nota sem upphitunarábreiðu, til að hita upp vöðva fyrir hreyfingu eða keppni og að sama skapi má nota hana til eftir hreyfingu/keppni til að auðvelda endurheimt og minnka líkur á stirðleika og harðsperrum.
Fóður: 100% polypropylene með keramiki, Ytra byrði: 100% polyester
Má þvo á 30°C á kerfi fyrir viðkvæman þvott.
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.