Innréttingar í fjós

Innréttingar

Lífland hefur um árabil boðið upp á heildarlausnir þegar kemur að því að innrétta kúa- og geldneytafjós. Lífland býður upp á mjög vandaðar innréttingar frá Royal De Boer sem eru framleiddar í hátæknivæddri verksmiðju í Leuwarden í Hollandi. Básabogarnir sem og átgrindur og læsigrindur henta einkar vel fyrir íslenskar kýr.

Básamottur
Lífland býður upp á níðsterkar og endingargóðar básamottur frá Kraiburg í Þýskalandi. Motturnar er ýmist hægt að fá stakar eða í heilum lengjum á hvert svæði.

Upplýsingar um Kraiburg mottur má nálgast hér

Mottur á flóra og steinristar
Lífland býður upp á gúmmímottur á lokaða flóra og steinbita. Motturnar draga úr álagi á klaufir og fætur, jafnframt eru þær einangrandi og gripir verða öruggari með gang. Þannig auka þær velferð gripanna.

Flórsköfuþjarkur
Lífland býður upp á flórsköfuþjark frá GEA í Þýskalandi. Hægt er að fá þjarkinn með vinnslubreidd upp á 140, 170 og 200 sm

Kúaburstar
Lífland býður upp á rafdrifna kúabursta frá GEA ýmist eins eða þriggja fasa. Burstarnir hafa reynst mjög vel í íslenskum fjósum.

Brynning
Lífland býður upp á ýmsar lausnir til brynningar á búfénaði, tunguskálar, brynningarskálar með pinna, flotskálar brynningartrog og skurðdælur til brynningar í haganum.

Loftræsting
Lífland býður upp á Multifan viftur og loftræstistýringar frá Vostermans í Hollandi sem íslenskir bændur eru vel kunnir. Þá býðst einnig fullkominn loftræstibúnaður s.s. loftræstistrompar,veggventlar, viftur og stýringar frá Big Dutchman.

Steinbitar
Lífland býður upp á vandaða steinbita í ýmsum lengdum og breiddum frá þýska fyrirtækinu Thye Lokenberg. Jafnframt getum við boðið upp á forsteyptar básaeiningar frá sama fyrirtæki.

 

 

 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Óseyri 1  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is